Umboð til að skuldbinda félag dæmt ógilt

Grundarfjörður.
Grundarfjörður.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að ákvörðun stjórnar Soffaníasar Cecilssonar hf. á Grundarfirði, um að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til að skuldbinda félagið, væri ógilt.

Málið snýst um, að í mars árið 2007 ákvað framkvæmdastjóri fyrirtækisins, með samþykki meirihluta stjórnar félagsins, að taka þriggja milljarða króna lán hjá Landsbanka Íslands, og fjárfesta m.a. í hlutabréfum í Landsbankanum og í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Lántakan var í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Eign fyrirtækisins í Landsbankanum varð síðan verðlaus við hrun bankans í fyrra en skuldirnar hafa hins vegar vaxið gríðarlega.

Magnús Soffaníasson, sem var í minnihluta innan félagsins, höfðaði mál og krafðist þess að  ógilt yrði sú ákvörðun stjórnarinnar, að veita framkvæmdastjóra stefnda umboð til að skuldbinda félagið. Jafnframt krafðist Magnús þess að umboðið verði ógilt með dómi.

Héraðsdómur Vesturlands og síðan Hæstiréttur hafa nú fallist á þessa kröfu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að stjórn hlutafélags geti falið framkvæmdastjóra að annast daglegan rekstur og veitt honum umboð til að rita firma félagsins. Sú heimild nái þó ekki til ráðstafana sem séu „óvenjulegar eða mikils háttar“. Hvað í því felist taki mið af tilgangi félags, umfangi og efnahagsstöðu og verði það mat ekki falið framkvæmdastjóra. Geti stjórn hlutafélags samkvæmt ófrávíkjanlegum ákvæðum laganna ekki framselt vald sitt til að taka ákvarðanir um hvers kyns ótilgreindar ráðstafanir án tillits til þess hvort þær séu óvenjulegar eða mikils háttar og breyti þar engu þótt hluthafafundur samþykki slíkt framsal. Af þessum sökum samræmist umboðið ekki ákvæðum laga um hlutafélög.

Fjölskyldufyrirtæki

Soffanías Cecilsson byggði fyrirtækið, sem kennt var við hann, upp frá unga aldri og rak í áratugi. Árið 1993 stofnaði hann og fjölskylda hans hlutfélagið Soffanías Cecilsson hf. og fyrirtækið hefur fram á þennan dag verið eitt af undirstöðufyrirtækjum atvinnulífsins í Grundarfirði. Soffanías lést árið 1999 og fljótlega eftir það tók tengdasonur hans, Sigurður Sigurbergsson, við sem framkvæmdastjóri félagsins.

Soffanías hafði gengið frá skiptingu fyrirtækisins milli barna sinna og eiginkonu upp úr miðjum síðasta áratug liðinnar aldar og komu rétt rúm 30% í hlut hvers þriggja barna hans. Rúnar Sigtryggur Magnússon, annar tengdasonur Soffaníasar, er stjórnarformaður Soffaníasar Cecilssonar hf. og þriðji stóri hluthafinn er Magnús Soffaníasson. Magnús var stjórnarformaður félagsins frá árinu 2000 til 2005 að Rúnar Sigtryggur tók við stjórnarformennskunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

Í gær, 20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

Í gær, 20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

Í gær, 19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

Í gær, 19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

Í gær, 18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

Í gær, 18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

Í gær, 18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

Í gær, 17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

Í gær, 17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Í gær, 18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

Í gær, 17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

Í gær, 17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel me
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel með farinn og vandaður. Verð 10 þús. eða tilboð. U...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...