Engar skemmdir á listaverkum

Öllum málverkunum var bjargað úr brunanum í Höfða.
Öllum málverkunum var bjargað úr brunanum í Höfða. mbl.is/Júlíus

„Öll verkin eru komin á Kjarvalsstaði og ekkert skemmdist af völdum reyks eða vatns. Smá skemmd er á einu þeirra vegna flutninganna en það verður auðvelt að gera við það,“ segir Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur um verkin sem bjargað var í kvöld vegna brunans í Höfða. 

Um 25 málverk var að ræða sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. M.a. eftir Kjarval, Erró, Louisu Matthíasdóttur, Eggert Pétursson, Helga Þorgils, Svavar Gunnarsson og fleiri. „Þetta var mjög glæsilegt safn sem var til sýnis í Höfða en þau eru nú öll komin til geymslu hér á Kjarvalsstöðum svo þetta blessaðist, Guði sé lof,“ segir Hafþór. Hann segir ómögulegt að segja til um heildarverðmæti verkanna en að um ómetanlegar þjóðargersemar sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert