Tjáir sig ekki um bloggfærslu

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson mbl.is

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samninganefndarmanna Íslands í Icesave-málinu, kýs ekki að tjá sig um fullyrðingar þess efnis á bloggsíðu, að hann hafi skrifað trúnaðarskjal um gang Icesave-viðræðnanna fyrir allra augu um borð í flugvél.

Í samtali við mbl.is sagði hann:  „Mér finnst það ómerkilegra en svo að það taki því að kommentera á það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja.“

Fullyrt er í bloggfærslu á vefnum blog.is að Indriði hafi skrifað minnisblað um viðræður við breska og hollenska embættismenn þar sem hann var í flugvél á leið til Íslands að kvöldi 2. september.

Þeir sem sátu nálægt Indriða eða gengu framhjá sæti hans hafi getað lesið minnisblaðið og þar hafi m.a. komið fram að viðsemjendurnir myndu aldrei sætta sig við að heildarskuldin vegna Icesave yrði ekki greidd. 

Blogg Bergs Ólafssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert