Vill sérstakan loftslagssjóð

Össur flytur ræðu sína í höfuðstöðvum SÞ í New York …
Össur flytur ræðu sína í höfuðstöðvum SÞ í New York í gærkvöldi.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lagði í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, til að sérstakur loftslagssjóður yrði settur á stofn á heimsvísu til að kosta yfirfærslu endurnýjanlegrar orkutækni til þróunarríkja til þess að gera þeim kleift að breyta orkukerfum sínum yfir á endurnýjanlegan grunn.

Össur fjallaði í ræðunni um loftslagsbreytingar og sagði útslitaatriði  að þjóðir heims sameinuðust um að ná bindandi samkomulagi um takmörkun gróðurhúsalofttegunda í Kaupmannahöfn í desember. Hann vitnaði til reynslu Íslendinga af jarðhita og hvatti til þess að þekking þeirra og annarra jarðhitaþjóða yrði nýtt í löndum Afríku, Suðaustur Asíu og rómönsku Ameríku þar sem miklir möguleikar væru á að nýta jarðhita til að draga úr útblæstri. 

Hann sagði jafnframt að sökum hinna gríðarlegu og öru breytinga á norðurslóðum vegna hlýnunar jarðar  væru Norðurslóðamál nú eitt af helstu áherslumálum í utanríkisstefnu Íslands.

Ræða Össurar

Össur Skarphéðinsson ávarpar Allsherjarþingið
Össur Skarphéðinsson ávarpar Allsherjarþingið Sameinuðu þjóðirnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert