Frábært að finna að maður er ekki einn í þessu

Stefán Már á Akureyri og Bára móðir hans.
Stefán Már á Akureyri og Bára móðir hans. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

„Það er frábært að finna að maður er ekki einn í þessu og að fólk hugsi til okkar og vilji hjálpa,“ segir Bára Waag Rúnarsdóttir, móðir Stefáns Más Harðarsonar, 13 ára stráks í Síðuskóla á Akureyri. Stefán greindist með krabbamein í heilastofni í fyrrasumar og hefur glímt við það síðan. Til að styðja fjölskylduna efndu foreldrar og kennarar í skólanum til söfnunar með bingói í skólanum.

„Mömmu bekkjarbróður Stefáns langaði að gera eitthvað fyrir hann og okkur og þar sem hún er sjálf búin að vera svolítið í bingó ákvað hún að drífa í þessu. Það gekk ótrúlega vel og ég held að um 300 manns hafi mætt.“ Fjölskyldan fékk söfnunarféð, rúmlega 420 þúsund kr., afhent sl. mánudag og segir Bára það hafa komið sér vel.

„Þetta hefur verið erfiður tími. Ég hef ekkert unnið síðan hann veiktist og fósturpabbi hans hefur unnið stopult. Það munar því mjög mikið um þetta. Stefán Már er núna kominn í hjólastól og á erfitt með að fara um svo við keyptum handa honum sjónvarp til að hafa inni í herbergi hjá sér. Hann fór ekkert í skólann í haust og er í lyfjameðferð. Læknarnir treystu sér ekki til að skera meinið í burt og hann er búinn að fá þá geisla sem hann má fá, svo þetta hefur gengið upp og niður hjá okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert