1,24 milljóna kostnaður við hvern grunnskólanemanda

mbl.is/ÞÖK

Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, var 1.239.096 krónur í september 2009 samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 

Hagstofan reiknar út meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum.

Hagstofan segir, að meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda á grunnskólum árið 2008 hafi reynst vera 1.148.768 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2008 til september 2009 sé metin um 7,9%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert