Fékk 169 kg risalúðu

Magnús var að vonum ánægður með risalúðuna.
Magnús var að vonum ánægður með risalúðuna. mbl.is/Alfons Finnsson

Það hljóp heldur betur á snærið hjá Magnúsi Emanúelssyni, sjómanni á Manga á Búðum, þegar hann fékk 169 kílóa lúðu á línuna i dag. Lúðan var svo þung að Magnús náði ekki að innbyrða hana heldur dró lúðuna risastóru í land.

Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið, þegar hann kom að landi í Ólafsvík í kvöld, að hann hafi ekki getað náð lúðunni um borð vegna þess hvað hún var þung. „Þess vegna setti ég hana fasta á síðuna á bátnum og dró hana í land,“ sagði Magnús.

Auk risalúðunnar fékk Magnús aðra minni sem er um 40 kíló að þyngd. Magnús rær á línubátnum Manga á Búðum og var einn á í dag. Fyrir utan lúðurnar var Magnús  með um eitt tonn af öðrum fiski eftir daginn.
 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert