Forsætisráðherra á opnum fundi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og varafomaður Samfylkingarinnar hafa framsögu á opnum fundi Samfylkingarinnar í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld klukkan 20 og svara spurningum fundarmanna. 

Á heimasíðu Samfylkingarinnar segir, að fundurinn sé liður í fundaferð flokksins um landið allt en auk fundarins í Grafarholti sé fundað á Selfossi og Blönduósi í kvöld.

Í Tryggvaskála á Selfossi hafa Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Harðardóttir og Skúli Helgason framsögu. Á Hótel Blönduósi verða frummælendur þau Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir og Róbert Marshall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert