Mótmæli og stjórnarslit

Þúsundir manna mættu á fjölda borgarafunda sem haldnir voru síðasta vetur. Þúsundir manna gerðu sér ferð viku eftir viku á Austurvöll til að hlýða á ræður og tjá skoðun sína. Þúsundir manna æptu „Vanhæf ríkisstjórn“ og létu í sér heyra með látum í róstusömum mótmælum sem á köflum fóru úr böndunum við Alþingishúsið.

Þúsundir manna kröfðust róttækra breytinga, nýrra hugsunarhátta, nýs Íslands. Margir upplifðu síðasta vetur sem mikil tímamót í sögu íslensku þjóðarinnar enda hefur borgaraleg virkni sjaldan verið blómlegri á Íslandi en undanfarna mánuði hafa þessar raddir smám saman hljóðnað þótt mörgum finnist lítið hafa breyst.

Varð Nýja-Ísland einhvern tíma til? Er það enn í mótun eða er tækifærið til breytinga ef til vill liðið hjá?

Á morgun verður fjallað um búsáhaldabyltinguna og stjórnarslitin í greinarflokki Morgunblaðsins um hrunið.

Vefur um hrunið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert