Bifreið dregin upp úr sjónum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Jakob Fannar

Lögreglu barst tilkynning um að bifreið væri í sjónum við Geldinganes nú rétt fyrir kl. 9. Að sögn lögreglu er unnið að því að draga bifreiðina á þurrt, en hún var mannlaus. Lögreglu- og slökkviliðsmenn eru á vettvangi.

Að sögn varðstjóra lét vegfarandi lögreglu vita. Hún fór strax á staðinn ásamt slökkviliðinu. Menn gengu úr skugga um að enginn væri í bifreiðinni, sem er jeppi, áður en kallað var á kranabifreið.

Lögreglan telur að ökumaður jeppans, sem ekki er vitað hver er, hafi fest hann í sandinum þegar það var fjara. Svo hafi flætt að með fyrrgreindum afleiðingum, en sjórinn náði upp að dyrum jeppans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka