Boða fund um stóriðjuskatta

Álver Norðuráls og járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Álver Norðuráls og járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. www.mats.is

Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað til fundar á föstudag um gjöld, sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu að lögð verði á fyrirtæki í stóriðju og ætlað er að skila inn 16 milljörðum kr. á næsta ári.

Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segir að fundurinn verði á föstudag í samvinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi. Hafi forstjórar Norðuráls, Elkem á Íslandi og Sementsverksmiðjunnar staðfest að þeir mæti á fundinn. Einnig verði óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins mæti auk Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra.

Vilhjálmur segir að fundinum sé ætlað að afla upplýsinga um þessi mál.  „Verði þessi skattur að veruleika er ljóst að störf starfsmanna stóriðjufyrirtækjanna Norðuráls, Elkem Íslands og Sementsverksmiðjunnar er stefnt í stórhættu," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert