Var ekki heppilegur talsmaður

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Ómar Óskarsson

„Ég taldi mig ekki vera heppilegan talsmann ríkisstjórnarinnar á þessu augnabliki, nýkominn út úr ráðherraembætti eftir að hafa nánast verið ýtt þaðan út,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Hann var ekki á meðal ræðumanna Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gær þrátt fyrir að hafa verið beðinn um það.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, var ekki heldur á meðal ræðumanna. Í samtali við Morgunblaðið segir hún ræðumenn hafa verið að tillögu sinni, sem formanns þingflokksins. Hún hafi ekki haft sérstakan hug á því að flytja ræðu í gærkvöldi.

Hún neitar því að hætta sé á klofningi flokksins. „En það er ekkert skrýtið að það sé ólga þegar einum helsta forystumanni flokksins er bolað út úr ríkisstjórn. Það er grafalvarlegt,“ segir hún. Farsælast væri fyrir ríkisstjórnina að bjóða Ögmundi aftur ráðherrastól. Það myndi styrkja stjórnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert