95 milljóna kostnaður vegna þingmanna sem hættu

Sótt er um rúmlega 95 milljóna króna aukafjárveitingu á fjáraukalögum fyrir þetta ár vegna þingmanna, sem hættu á Alþingi í kjölfar  alþingiskosninganna í apríl í vor. Um er að ræða kostnað vegna biðlauna og fastra greiðslna.

Alls hættu 27 alþingmann á þingi í kjölfar alþingiskosninganna. Greidd eru 6 mánaða biðlaun til 19 þingmanna, sem setið höfðu í tvö kjörtímabil eða lengur og 3 mánaða biðlaun til 8 þingmanna sem setið höfðu í eitt kjörtímabil. Samtals er um að ræða 91 milljón.

Þá er sótt um 4,5 milljóna króna framlag vegna fastra greiðslna og ferðakostnaðar þingmanna sem hætta. En auk biðlauna frá næstu mánaðarmótum greiðir Alþingi þingmönnum sem hættu í kjölfar alþingiskosninganna í vor laun og fastar kostnaðargreiðslur frá kosningadegi til loka kosningamánaðar.

Á móti kemur, að fjárveiting vegna aðstoðarmanna alþingismanna, sem er í fjárlögum ársins, lækkar um 20 milljónir en aðstoðarmönnunum, að frátöldum aðstoðarmönnum formanna stjórnarandstöðuflokka,var sagt upp störfum eftir alþingiskosningarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert