Ísland þarf ekki að greiða AGS-lán strax til baka

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Engar kröfur eru gerðar af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að greitt verði strax til baka það lán sem sjóðurinn hefur veitt Íslandi, ef stjórnvöld hér á landi ákveða að slíta samstarfinu.

Þetta segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS hér á landi, spurður hvað verði um það 830 milljón dollara lán sem sjóðurinn hefur þegar veitt Íslandi, ef svo fer að Íslendingar hafni frekari aðstoð. Á núvirði jafngildir þessi upphæð ríflega 100 milljörðum króna.

Greiðslan var innt af hendi í nóvember á síðasta ári. Hún hefur ekki verið notuð en hefur safnað vöxtum á reikningi hjá bandaríska seðlabankanum.

Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur skapast aukinn vilji til þess á Alþingi að endurskoða samstarfið við AGS. Sumir þingmenn vilja hætta samstarfinu alfarið en ólíklegt er talið að meirihluti verði fyrir því. Eru stjórnvöld orðin óþreyjufull vegna þess dráttar sem hefur orðið á endurskoðun á samstarfsáætluninni, sem átti að fara fram í febrúar sl.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert