Fíkniefnasali handtekinn á Akureyri

Kannabisplantan
Kannabisplantan Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöldi afskipti af manni á þrítugsaldri þar sem grunsemdir höfðu vaknað um að hann stundaði sölu fíkniefna. Við leit á manninum fundust tæp 10 grömm af kannabisefnum, sem pakkað hafði verið niður í sölueiningar.

Í kjölfarið var haldið til húsleitar á heimili mannsins og var kærasta hans handtekin þar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri fundust við leit á heimilinu um 100 grömm af kannabisefnum til viðbótar og viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað hluta þeirra til sölu.  Fólkinu var sleppt að loknum skýrslutökum og telst málið upplýst.

Lögreglan minnir enn og aftur á fíkniefnasímann 800-5005, en það er símsvari sem má hringja í nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert