Nýtt gullæði á Íslandi?

Íslenskir aðalverktakar reisa gagnaverið og tengdar byggingar fyrir Verne Global
Íslenskir aðalverktakar reisa gagnaverið og tengdar byggingar fyrir Verne Global mbl.is

Nýtt gullæði í uppbyggingu gagnavera kann að vera í uppsiglingu á Íslandi, að sögn Jeff Monroe, forstjóra fyrirtækisins Verne Global sem vinnur að uppsetningu slíks vers á Keflavíkurflugvelli. Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, en það hefur vakið mikla athygli.

Fréttin er þegar þetta er ritað ein sú mest áframsenda á vef útvarpsins en þar segir greinarhöfundur, Simon Hancock, það kaldhæðnislegt í miðju hruni að bandarískur fjárfestingarbanki verði líklega á meðal fyrstu viðskiptavina þessara vera þegar iðnaðurinn, sem kunni að verða mikilvæg stoð í atvinnulífinu eftir fimm til tíu ár, verði kominn í gagnið.

Rakið er hvernig kalt loftslags og hrein, endurnýjanleg orka geri Ísland einkar ákjósanlegt fyrir rekstur af þessu tagi.

Monroe er afar bjartsýnn á framhaldið og bendir á að losun gróðurhúsalofttegunda frá gagnaiðnaðinum sé orðin jafn mikil og frá flugi en vaxi hins vegar miklu hraðar.

Með því að flytja netþjónabú og gagnaver til Íslands geti stórfyrirtæki í tölvuheiminum dregið verulega úr koldíoxíðslosun sinni sem geti haft þann fjárhagslega ávinning að komast hjá sköttum á losun gróðurhúsaloffttegunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert