Á fermingaraldri á rúntinum

Nokkrir ungir og próflausir ökumenn komu við sögu hjá lögreglunni um helgina. Fjórtán piltur var stöðvaður í Kópavogi aðfaranótt laugardags en sá hafði tekið bíl föður síns traustataki og farið á rúntinn. Með stráknum í för voru tveir jafnaldrar hans en þremenningarnir voru færðir á lögreglustöð og þaðan var hringt í forráðamenn þeirra.

Sömu nótt var annar unglingur tekinn við akstur bifreiðar í Kópavogi en sá hefur sömuleiðis aldrei öðlast ökuréttindi. Um var að ræða 17 ára pilt sem hafði tekið bíl afa síns í óleyfi og boðið kærustunni með sér á rúntinn.

Aðfaranótt sunnudags var annar 17 ára piltur stöðvaður í umferðinni. Sá var tekinn á Reykjanesbraut í Reykjavík en hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Í þokkabót var pilturinn undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði stolið fjölskyldubílnum og var á honum þegar til hans náðist.

Játaði allt strax

Lögreglan segir, að ökumaður, sem stöðvaður var í austurborginni í hádeginu í gær hafi verið óvenju samvinnuþýður. Hann hafi strax viðurkennt að vera bæði undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuleyfi. Sömuleiðis játaði ökumaðurinn greiðlega á sig innbrot og þjófnað.

Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri. Hann var á stolnum bíl og hafði líka stolið eldsneyti til að komast leiðar sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert