Sækir vélarvana bát

Varðskipið Ægir er á leið á svæðið.
Varðskipið Ægir er á leið á svæðið. mbl.is/Sæberg

Búist er við að varðskipið Ægir komi um kl. 8.30 til móts við vélarvana, grænlenskan 192 tonna togara sem missti afl við miðlínuna, mitt á milli Íslands og Grænlands. Leiðinda veðurspá er á svæðinu, að sögn Landhelgisgæslunnar, en útlitið ágætt eins og stendur. Engir Íslendingar eru um borð.

Að sögn Landhelgisgæslunnar getur veðrið valdið vandræðum en þó er ekki talin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af því eins og stendur.

Yfirleitt er 18 til 20 manna áhöfn á Ægi en Landhelgisgæslan segir stöðuna þá að ekki sé hægt að senda þyrlu á svæðið.

Aðeins ein þyrluáhöfn er á vakt og þar sem togarinn er um 200 mílur frá landi er ekki hægt að senda þyrlu. Til að fara svo langt þyrftu tvær þyrlur að vera tiltækar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert