Dýrin voru öll með salmonellu

Oft er reynt að smygla snákum og öðrum smádýrum til …
Oft er reynt að smygla snákum og öðrum smádýrum til landsins. Matvælastofnun

Snákar, skordýr og tarantula kóngulær sem lögreglan í Hafnarfirði gerði upptæk þann 1. júlí síðastliðinn voru öll smituð af Salmonella cholerasuis bakteríum, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar.

Matvælastofnun birtir í dag grein um hvers vegna bannað er að flytja inn skriðdýr á borð við slöngur, skjalbökur og eðlur. Ástæðan er sú að þessi dýr eru gjarnan smitberar salmonellu og hafa rannsóknir sýnt að um 94% þeirra eru frískir smitberar salmonella.

Skriðdýr koma alltaf öðru hvoru til kasta bæði heilbrigðis- og lögregluyfirvalda. „Slíkum dýrum ber að farga og eyða af öryggisástæðum og er þá í langflestum tilfellum framkvæmd rannsókn á mögulegu salmonellasmiti á Keldum. Nær undantekningarlaust greinist ein eða fleiri áðurnefndra salmonellategunda,“ segir í grein Matvælastofnunar. 

Frétt Matvælastofnunar um smituð dýr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert