42 km styttra á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar

Kristján L. Möller samgönguráðherra klippti á borða ásamt Hreini Haraldssyni …
Kristján L. Möller samgönguráðherra klippti á borða ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.

Samgönguráðherra opnaði formlega Djúpveg um Arnkötludal í dag. Að sögn Vegagerðarinnar styttir vegarkaflinn leiðina á milli Reykjavíkur og Hólmavíkur/Ísafjarðar um 42 km.
 
Það blés hressilega við athöfnina í dag en starfsmenn Vegagerðinnar, heimamenn og aðrir gestir, sem voru fjölmennir, létu það ekki á sig fá.
 
Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borða og afhjúpuðu um leið merki sem markar þau tímamót að bundið slitlag er nú á allri leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, og í raun til Bolungarvíkur.
 

Vegurinn yfir Arnkötludal.
Vegurinn yfir Arnkötludal.
Samgönguráðherra og vegamálastjóri afhjúpuðu merki sem markar þau tímamót að …
Samgönguráðherra og vegamálastjóri afhjúpuðu merki sem markar þau tímamót að bundið slitlag er nú á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar/Bolungarvíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert