Varað við stormi víða á Norðvesturlandi og Ströndum

Hvassir vindstrengir verða víða á Norðvesturlandi og Ströndum í dag …
Hvassir vindstrengir verða víða á Norðvesturlandi og Ströndum í dag og stormur í kvöld. Ómar Óskarsson

Veðurstofan varar við hvössum vindstrengjum víða á Norðvesturlandi og Ströndum í dag og stormi í kvöld. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu, en mun hægara veður og úrkomuminna verður Norðaustanlands.

Snýst í suðvestan 13-18 með skúrum kringum hádegi, en léttir til Austanlands. Hvessir í kvöld, einkum norðvestantil. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan 10-15 m/s með rigningu, en suðvestan 10-15 og skúrir síðdegis. Hvessir í kvöld. Hiti 6 til 10 stig.

 Á morgun, fimmtudag, er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s og skúrum á landinu, hvassast á Ströndum, en heldur hægara og léttskýjað verður  Austanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag verður sunnan 13-18 m/s og rigning eða súld á Vestanverðu landinu, en hægara og þurrt að kalla eystra. Hiti 7 til 12 stig.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert