Hornfirskur smábátur veiddi mest

Arnar Þór Ragnarsson. Myndin er tekin af vef Landssambands smábátaeigenda.
Arnar Þór Ragnarsson. Myndin er tekin af vef Landssambands smábátaeigenda.

Báturinn Ragnar SF-550  frá Hornafirði var aflahæsti krókaaflamarksbáturinn á nýliðnu fiskveiðiári og var aflinn 1329 tonn. Munaði fjórum tonnum á afla bátsins og afla Sirrýjar ÍS frá Bolungarvík, sem var aflahæsti báturinn árið á undan. 

Skipstjóri á Ragnari SF er Arnar Þór Ragnarsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, skýrði frá þessu á aðalfundi sambandsins í dag og sagði að borið hafi það til tíðinda að hornfirskur smábátur hefði nú rofið áralanga einokun bolvískra smábáta um mesta afla smábáta á hverju ári.

Örn sagði að Arnar Þór væri kominn í flokk ofurfiskimanna innan Landssambands smábátaeigenda eftir gríðarlega harða keppni við Geira á Sirrý (Sigurgeir Þórarinsson). Færði Örn Arnari Þór blómvönd frá sambandinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert