Viljum fá prestinn okkar aftur

Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi.
Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi. mbl.is/Egill Bjarnason

„Við viljum fá prestinn okkar aftur," sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir á borgarfundi sem séra Gunnar Björnsson efndi til á Selfossi í kvöld. Klappað var fyrir þessum orðum en á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við Gunnar.

Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað var á biskup Íslands að endurskoða ákvörðun sína að færa Gunnar til í starfi. Ákvörðun hafi verið ómakleg og líklega ólögleg. Jafnframt var skorað á sóknarnefndin að boða til fundar í sókninni.

Í ályktuninni segir að fundurinn harmi "þá hörku sem biskupinn yfir Íslandi hefur sýnt með úrskurði sínum 15. október, í máli sr. Gunnars með því að hann skuli fluttur til í starfi gegn vilja hans, meinuð endurkoma að þjónustu við söfnuðinn á Selfossi, að hann sé þannig hrakinn úr starfi því sem hann þráir að gegna á ný.

Fundurinn telur, að úrskurður biskups sé ómaklegur, að líkindum ólögmætur og gangi á svig við niðurstöðu sem fengin er nýlega í héraðsdómi, hæstarétti og hjá úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar, sveigi að mannorði Gunnars enn frekar en orðið er og sneiði  að mannréttindum hans.

Með veraldlegum og geistlegum úrskurði, héraðsdómi og í Hæstarétti, var sr. Gunnar sýknaður af ákæru um kynferðislegt áreiti við tvö ung sóknarbörn sín. Auk þess hafði biskupinn sjálfur að þeim niðurstöðum fengnum, úrskurðað, að Gunnar skyldi snúa aftur til starfs, sem honum hafði verið veitt tímabundin lausn frá. Nú hefur biskupinn snúið þessum úrskurði án þess að fram hafi komið eða skýrðar nýjar málsástæður annað en orðrómur um djúpstæðan ágreining í sókninni.

Fundurinn mótmælir staðhæfingum að óathuguðu máli um djúpstæðan ágreining innan safnaðarins um endurkomu Gunnars. Fundurinn vekur athygli á því, að fjölmörg sóknarbörn hans vilja hafa hann áfram sem sálusorgara og til að sinna öðrum prestverkum og telja mikinn missi fyrir safnaðarstarfið, ef Gunnar yrði að víkja. Það er brot gegn þessum sóknarbörnum, að hrekja Gunnar frá þessari þjónustu við þau og brot gegn mannréttindum Gunnars og mannúðarleysi einnig eftir það sem hann hefur gengið í gegn um í þessu máli. Ætla má, að andmæli sem fram hafa komið gegn því að Gunnar snúi aftur til starfa í Selfosskirkju séu borin uppi af fámennum hópi, en hinir séu margfalt fleiri, sem óska þess að hann verði áfram.

Skorað er á biskupinn að endurmeta þessa afstöðu. Fundurinn skorar á rófast sr. Eirík Jóhannsson að kalla saman sóknarnefnd til fundar við söfnuð Selfossprestakalls um þetta mál."

Séra Gunnar sagði á fundinum að biskup Íslands hefði sent sér bréf eftir að Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í máli hans. Hann hefði síðar í samtali við sig lofað sér því að hann ætti að taka við embættinu 1. júní. Nokkuð hörð gagnrýni hefur komið fram á biskup Íslands á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

Tvær tillögur til kynningar

07:37 Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

07:00 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »

Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

07:57 Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Meira »

Hvasst í hviðum á Vesturlandi

07:22 Spáð er hviðum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum með kvöldinu og áfram í nótt og á morgun. Meira »

Mikið fylgistap Flokks fólksins

05:47 Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Meira »
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...