Viljum fá prestinn okkar aftur

Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi.
Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi. mbl.is/Egill Bjarnason

„Við viljum fá prestinn okkar aftur," sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir á borgarfundi sem séra Gunnar Björnsson efndi til á Selfossi í kvöld. Klappað var fyrir þessum orðum en á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við Gunnar.

Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað var á biskup Íslands að endurskoða ákvörðun sína að færa Gunnar til í starfi. Ákvörðun hafi verið ómakleg og líklega ólögleg. Jafnframt var skorað á sóknarnefndin að boða til fundar í sókninni.

Í ályktuninni segir að fundurinn harmi "þá hörku sem biskupinn yfir Íslandi hefur sýnt með úrskurði sínum 15. október, í máli sr. Gunnars með því að hann skuli fluttur til í starfi gegn vilja hans, meinuð endurkoma að þjónustu við söfnuðinn á Selfossi, að hann sé þannig hrakinn úr starfi því sem hann þráir að gegna á ný.

Fundurinn telur, að úrskurður biskups sé ómaklegur, að líkindum ólögmætur og gangi á svig við niðurstöðu sem fengin er nýlega í héraðsdómi, hæstarétti og hjá úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar, sveigi að mannorði Gunnars enn frekar en orðið er og sneiði  að mannréttindum hans.

Með veraldlegum og geistlegum úrskurði, héraðsdómi og í Hæstarétti, var sr. Gunnar sýknaður af ákæru um kynferðislegt áreiti við tvö ung sóknarbörn sín. Auk þess hafði biskupinn sjálfur að þeim niðurstöðum fengnum, úrskurðað, að Gunnar skyldi snúa aftur til starfs, sem honum hafði verið veitt tímabundin lausn frá. Nú hefur biskupinn snúið þessum úrskurði án þess að fram hafi komið eða skýrðar nýjar málsástæður annað en orðrómur um djúpstæðan ágreining í sókninni.

Fundurinn mótmælir staðhæfingum að óathuguðu máli um djúpstæðan ágreining innan safnaðarins um endurkomu Gunnars. Fundurinn vekur athygli á því, að fjölmörg sóknarbörn hans vilja hafa hann áfram sem sálusorgara og til að sinna öðrum prestverkum og telja mikinn missi fyrir safnaðarstarfið, ef Gunnar yrði að víkja. Það er brot gegn þessum sóknarbörnum, að hrekja Gunnar frá þessari þjónustu við þau og brot gegn mannréttindum Gunnars og mannúðarleysi einnig eftir það sem hann hefur gengið í gegn um í þessu máli. Ætla má, að andmæli sem fram hafa komið gegn því að Gunnar snúi aftur til starfa í Selfosskirkju séu borin uppi af fámennum hópi, en hinir séu margfalt fleiri, sem óska þess að hann verði áfram.

Skorað er á biskupinn að endurmeta þessa afstöðu. Fundurinn skorar á rófast sr. Eirík Jóhannsson að kalla saman sóknarnefnd til fundar við söfnuð Selfossprestakalls um þetta mál."

Séra Gunnar sagði á fundinum að biskup Íslands hefði sent sér bréf eftir að Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í máli hans. Hann hefði síðar í samtali við sig lofað sér því að hann ætti að taka við embættinu 1. júní. Nokkuð hörð gagnrýni hefur komið fram á biskup Íslands á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Andlát: Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...