Ísland eitt fárra skuldlausra landa hjá SÞ

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Reuters

Ísland er í hópi þeirra 22 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sem hafa greitt aðildargjöld sín fyrir þetta ár.  Alls eiga 192 ríki aðild að samtökunum og því eru aðeins um 11,4% þeirra skuldlaus við SÞ.

Angela Kane, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, sagði við Reutersfréttastofuna að um væri að ræða aðildargjald, gjald vegna friðargæslu, alþjóðlegra stofana og endurbóta á höfuðstöðvum SÞ í New York.  

Skuldlausu ríkin eru, auk Íslands, Ástralía, Austurríki, Aserbaijan, Kanada, Kongó, Króatía, Finnland, Þýskaland, Írland, Liechtenstein, Mónakó, Nýja-Sjáland, Níger, Filippseyjar, Singapúr, Ítalía, Slóvakía, Suður-Afríka, Svíþjóð, Sviss og Tajikistan. 

Önnur ríki, þar á meðal Bandaríkin sem greiða hæstu gjöldin hjá SÞ, skulda enn hluta af sínum aðildargjöldum.  Samtals nemur skuldin 3,1 milljarði dala, þar af 2,1 milljarði vegna friðargæslu, 828 milljörðum vegna rekstar SÞ, 63 milljónum vegna alþjóðlegra dómstóla og 86 milljónum vegna endurbóta á byggingu SÞ. 

Fjárhagsáætlun fyrir grunnrekstur SÞ á rekstrarárinu, sem er að ljúka, nam 4,86 milljörðum dala en sú upphæð er aðeins um fjórðungur af heildarútgjöldum samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert