Skilorðsbundið fangelsi og 45,6 milljónir í sekt fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir skattsvik. Er honum gert að greiða 45,6 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna er honum gert að sæta fangelsi í hennar stað í sex mánuði.

Maðurinn játaði að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri byggingarfélags sem hann stýrði vegna uppgjörstímabilanna nóvember - desember 2005 og mars - apríl, maí - júní 2006, tæp 21 milljón króna.

Eins að hafa ekki staðið skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals 16,4 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert