Flogið eftir slösuðum sjómanni

SuperPuma-þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
SuperPuma-þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú að hífa slasaðan sjómann um borð, úr íslensku fiskiskipi, um sextíu sjómílur vestur af Bjargtöngum.

Tilkynning kom til Gæslunnar á níunda tímanum í kvöld um að áhafnarmeðlimur hefði fótbrotnað og var eftir það metið hvort nauðsynlegt væri að senda þyrluna eftir honum. Um fjörutíu mínútum síðar var þyrlan kölluð út og er sem fyrr segir nú að hífa manninn úr skipinu.

Ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður, en ekki er hægt að greina nánar frá tildrögum slyssins að svo búnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert