Snorri hættir við framboð

Formannskjör er að hefjast á þingi BSRB en Ögmundur Jónasson …
Formannskjör er að hefjast á þingi BSRB en Ögmundur Jónasson gefur ekki kost á sér áfram. mbl.is/Golli

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, hefur dregið framboð sitt í embætti formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, til baka. Snorri tilkynnti um framboð sitt fyrr í vikunni, daginn áður en þing BSRB hófst.

Hinir þrír frambjóðendurnir eru nú að kynna framboð sitt og hefst formannskjör að því loknu. Í kjöri eru Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, Árni Stefán Jónsson formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og Elín Björg Jónsdóttir formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert