132 tonn af stáli í gluggavirki

Stál í gluggavirki tónlistarhússins.
Stál í gluggavirki tónlistarhússins. Morgunblaðið/Ómar

Vinna er í fullum gangi við að reisa fyrstu stálbitana, sem þekja munu norðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins eða um 1400 fermetra svæði. Nánast hver biti sem tilheyrir þessari gerð gluggavirkisins er sérsmíðaður.

Á milli bitanna verða settir upp annarskonar stálbitar sem saman eiga að líkja eftir þverskurði stuðlabergs. Heildarþyngd stálsins sem fer í gluggavirkið á norðurhliðinni er 132 tonn.

Gert er ráð fyrir að um 90 daga taki að setja stálið á norðurhliðina og um 40 dagar til viðbótar verða notaðir í glerjun, að því er fram kemur á heimasíðu ÍAV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert