Afskriftir kalla á útboð

Ef til afskrifta kemur er óeðlilegt að fyrri eigendur komi að stjórn stærri fyrirtækja sagði  forsætisráðherra á fundi með fréttamönnum í dag.

Þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon héldu blaðamannafund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og þar kom fram að verið væri að endurskoða reglur fyrir fjármálamarkaðinn.

Fjármálaráðherra vildi ekki taka afstöðu í einstaka málum er hann var spurður um hugsanlegar afskriftir hjá Högum og sagðist hann treysta því að bankarnir og bankasýslan fylgdu þeim verklagsreglum sem þeim væru settar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert