Samninganefnd vegna ESB skipuð

Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag að búið sé að skipa samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Formaður nefndarinnar er Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, varaformenn verða Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands og  Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. Aðrir nefndarmenn eru Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagvísindum, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur.  

Þá hafa formenn 10 samningahópa verið skipaðir. Björg mun stýra hópi um lagaleg málefni. Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, stýrir hópi um EES, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar og umhverfismál, Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, stýrir hópi um EES, vörur, orku og samkeppnismál,  Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, stýrir hópi um sjávarútvegsmál, María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, stýrir hópi um utanríkis- og  öryggismál,  Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í í fjármálaráðuneytinu, stýrir hópi um fjárhagsmálefni, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, stýrir hópi um  myntbandalag, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, stýrir hópi um byggðamál og sveitastjórnarmál, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, stýrir hópi um dóms- og innanríkismál og Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, stýrir hópi um landbúnaðarmál.

Samningahóparnir munu starfa með samninganefndinni. Í þeim verða fulltrúar ráðuneyta og stofnana, ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Þá munu innlendir og erlendir sérfræðingar starfa með samningahópunum. 

Össur sagði, að skipan nefndarinnar hefði verið kynnt utanríkismálanefnd og Íslendingum væri ekkert að vanbúnaði að halda af stað í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ferðaþjónusta á tímamótum

08:38 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að vísbendingar séu um „möguleg vatnaskil í ferðaþjónustu“.  Meira »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Íbúð á Selfossi
Reyklausir leigjendur velkomnir í góða 2-3ja herb. íbúð á Selfossi til 01.06 .2...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...