Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni en í Héraðsdómi Reykjavíkur var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 27. nóvember eða þar til dómur fellur í máli hans. Maðurinn lauk afplánun þann 22. október sl. vegna fyrri brota og var úrskurðaður í gæsluvarðhalds þann 27. október vegna brota sem hann framdi eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi.

Hefur verið gefin út ákæru á hendur  manninum fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot sem framin voru fjórum dögum eftir að hann lauk afplánun á dómi.

Maðurinn hefur frá árinu 1985 verið dæmdur 33 sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum, tékkalögum og vopnalögum.  Samanlögð dæmd fangelsisrefsing hans er sextán ár, tveir mánuðir og tíu dagar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert