Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss

Svissneskir fjölmiðlar segja frá því að Íslendingur hafi  fengið  milljóna króna greiðslukortareikning eftir nokkurra klukkustunda dvöl í rauða hverfinu í Zürich. Málið kom til kasta lögreglu og dómstóla sem felldu í vikunni dóm og vísuðu bótakröfu Íslendingsins frá en dæmdu eiganda skemmtistaðar fyrir ýmis brot.

Fram kemur á svissneska fréttavefnum 20 Minuten Online, að um hafi verið að ræða fulltrúa Knattspyrnusambands Íslands, sem hafi m.a. notað greiðslukort sambandsins. Knattspyrnusambandið staðfesti við mbl.is í dag, að starfsmaður þess hefði fyrir  5 árum lent í því að teknar voru jafnvirði 3,5 milljóna króna á þáverandi gengi út af tveimur kreditkortum sem hann var með, annars vegar af persónulegu korti hans og hins vegar af kreditkorti í eigu Knattspyrnusambands Íslands án hans samþykkis.

KSÍ hafi hins vegar ekki beðið neinn skaða af málinu og starfsmaðurinn hafi  sótt málið sem persónulegt mál enda ljóst að hann hafi orðið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi og hafi þegar fengið bætur frá hluta þeirra aðila.

20 Minuten Online segir, að Íslendingurinn hafi heimsótt nokkra næturklúbba, síðast staðinn Moulin Rouge þar sem kampavínið flóði. Daginn eftir hafi Íslendingurinn uppgötvað að úttektir á kortunum námu 67 þúsund svissneskum frönkum, þar af um 58 þúsund frönkum í Moulin Rouge. 30 þúsund frankar fóru á endasprettinum milli klukkan 4:30 og 6:40. Um er að ræða 8 milljónir króna á núverandi gengi.

Maðurinn kærði til lögreglu og taldi ljóst að vel hefði verið smurt á reikningana. 20 Minuten Online segir, að saksóknari í Zürich hafi í kjölfarið hafið rannsókn á 42 ára gömlum Tyrkja, sem þá rak Moulin Rouge og framkomu hans gagnvart Íslendingnum. Að auki beindist rannsóknin að frekari afbrotum. Kom í ljós að Tyrkinn hafði dregið sér kvartmilljón franka úr hirslum Moulin Rouge til að fjármagn lífstíl sinn. Þessi þriggja barna fjölskyldufaðir hefði haldið úti fjölda rússneskra vinkvenna og ekið um á lúxuskerru.

Svissneska ákæruvaldið krafðist á fyrir rétti í síðustu viku að Tyrkinn yrði dæmdur í 30 mánaða fangelsi og settur í starfsbann í tvö ár, en nú rekur hann annan klúbb í Zürich. Þá þótti ákæruvaldinu ljóst, að lög hefðu verið brotin á Íslendingnum. Dómarinn sýknaði Tyrkjann hins vegar af ákæru fyrir okur og fjallaði ekki einu sinni um kröfur Íslendingsins um bætur. Sagði dómarinn m.a. að enginn ætti að furða sig á því, eftir freyðandi kampavínspartý í Zürich, að reikningurinn hafi verið vel kryddaður.

Rétturinn hafnaði einnig kröfunni um starfsbann og sektir, en dæmdi klúbbeigandann í 22 mánaða fangelsi fyrir skattsvik, gagnafölsun og ótrygglyndi í rekstri fyrirtækisins.

KSÍ bar ekki skaða af málinu

Knattspyrnusamband Íslands sendi mbl.is eftirfarandi yfirlýsingu þegar spurst var fyrir um málið í dag: 

Fyrir um 5 árum síðan var starfsmaður KSÍ, Pálmi Jónsson fjármálastjóri, staddur í Zurich og varð fyrir þeirri ógæfu að óprúttnir aðilar sem þegar hafa verið dæmdir af svissneskum yfirvöldum tóku út af tveimur kreditkortum um 3,5 milljónir króna, annars vegar af persónulegu korti viðkomandi og hins vegar af kreditkorti í eigu Knattspyrnusambands Íslands án hans samþykkis.

Frétt þessa efnis hefur þegar birst í svissneskum fjölmiðlum þar sem umræddir aðilar, eigandi skemmtistaðar og fleiri aðilar, voru dæmdir til refsivistar og enn fleiri viðriðnir málið handteknir.

Starfsmaður Knattspyrnusambandsins var staddur á skemmtistaðnum og af kortunum var tekin umrædd upphæð án hans vitundar og þegar úttektin uppgötvaðist var málið samstundis kært og fylgt eftir hjá svissneskum yfirvöldum.

Viðkomandi starfsmaður sótti málið, fjárhæðin var greidd af starfsmanninum strax til kreditkortafyrirtækisins og bar því Knattspyrnusamband Íslands aldrei neinn fjárhagslegan skaða af málinu. Hefur hann sótt málið sem persónulegt mál enda dagsljóst að viðkomandi er fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi og hefur þegar fengið bætur frá hluta þeirra aðila.

 Frétt 20 Minuten Online 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Byggja nýtt hótel á Grensásvegi

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 80 herbergja hótel á Grensásvegi 16a. Við hlið hótelsins verður jafnframt opnað hostel.  Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...