Ingibjörg Sólrún til Vínar?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Heimildir Morgunblaðsins herma að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi sótt um embætti yfirmanns baráttu gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu í gær en hún mun vera stödd erlendis. Líklegt er að skipað verði í embættið á næstu vikum. Stofnunin hefur aðsetur í Vín og er núverandi yfirmaður hennar Eva Biaudet, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Finnlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert