Vilja Ryanair til Íslands

Reuters

Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á Ryanair að hefja flug frá Keflavík til London. „Við skorum á Ryanair að hefja flug frá Keflavík til London til að rjúfa fákeppni á þessari flugleið og í flugsamgöngum til og frá Íslandi,“ segir á síðunni sem þegar hefur fengið rúmlega 7 þúsund vini. 

Í samtali við mbl.is segist Jónas Helgason, sem stofnaði Facebook-síðuna,finna fyrir mikilli óánægju meðal landsmanna með þá þróun sem orðið hafi á flugfargjöldum hérlendis til hækkunar. 

„Oft getur munað 60 þúsundum króna fyrir hjón á því hvort þau fljúgi beint til Spánar með íslensku flugfélögunum eða fara í gegnum London og fljúga með Ryanair þaðan,“ segir Jónas og bendir á að hópur Íslendinga eigi sumarhús í Suður-Evrópu en hafi varla lengur efni á því að greiða 90 þúsund krónur í flugfargjöld til þess að komast suður á bóginn.

„Það væri óskastaða ef lággjaldaflugfélag á borð við Ryanair tæki upp flug til Ísland, því þá væri um leið komin einhvern samkeppni um flug til og frá Íslandi sem myndi væntanlega þrýsta niður verðinu hjá íslensku flugfélögunum,“  segir Jónas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert