Ísland verði umhverfisvottað

Landmannalaugar
Landmannalaugar mbl.is/RAX

Ísland gæti orðið fyrsta umhverfisvottaða landið í heiminum, ef farið verður eftir hugmynd sem starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands hafa varpað fram. Það myndi marka landinu sértöðu sem ekkert annað land getur státað af og gæfi margvíslega möguleika.

Höfundar greinargerðarinnar, þau Menja von Schmalensee og Róbert Arnar Stefánsson, telja að vottun Íslands feli í sér „gríðarleg tækifæri og möguleika til uppbyggingar á ímynd landsins til að styrkja atvinnuþróun og efla sjálfbæra þróun.“

Miðað er við að landið allt verði vottað á fjórum árum með því að votta starfsemi allra sveitarfélaga í landinu.  Þessi leið hefur þegar verið farin á Snæfellsnesi. Í greinargerðinni er fjallað um Green Globe staðalinn fyrir samfélög, en hann byggir á ábyrgri stjórnun og sjálfbærri þróun.

Green Globe umhverfismerkið er alþjóðlega viðurkennt. Það þykir trúverðugt umhverfismerki og mun veita mikil tækifæri til markaðssetningar Íslands.

Beinn kostnaður af verkefninu er 79 milljónir króna á ári.  Höfundar telja að miðað við ávinninginn af umhverfisvottun sé þessi kostnaður hlutfallslega lágur. Ávinningurinn af umhverfisvottuðu Íslandi verði ótvíræður og muni snerta fjölmörg svið íslensks samfélags.

Greinagerð NSV um Umhverfisvottað Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert