Margir mættu og mótmæltu

Uppsögnum mótmælt í Hafnarfirði
Uppsögnum mótmælt í Hafnarfirði mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hafnfirskir unglingar fylltu Strandgötuna á milli Ráðhúss Hafnarfjarðar og kaffihússins Súfistans í hádeginu í dag. Þar söfnuðust saman unglingar úr 8.-10. bekk til að mótmæla niðurskurði sem bitnar á félagsmiðstöðvum bæjarins. Forystumenn mótmælanna telja að nokkur hundruð unglinga hafi mætt.

Unglingarnir voru með mótmælaspjöld og þau Adda Guðrún Gylfadóttir, Gunnar Þór Sigurjónsson og Jóhanna Sif Sigurðardóttir héldu ræður. Þá ávarpaði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri unglingana og svaraði spurningum þeirra.

Gauti Jónasson, formaður nemendaráðs Víðistaðaskóla og einn þeirra sem skipulögðu mótmælin, sagði að þau hafi fengið þau svör að ekki verði frekari niðurskurður á framlögum til félagsmiðstöðvanna. 

Gauti sagði að framtíðin verði að leiða í ljós hvort efnt verður til frekari mótmæla. „Það voru margir þarna og allir tóku mjög mikinn þátt. Mótmælin voru friðsamleg og ekkert rugl í gangi. Við vonum að þetta hafi haft einhver áhrif á ákvörðun bæjaryfirvalda,“ sagði Gauti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert