Málræktarþing í hátíðarsal HÍ

Guðrún Kvaran, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar, í hátíðarsal HÍ.
Guðrún Kvaran, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar, í hátíðarsal HÍ. mbl.is/Kristinn

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar hófst í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 11. Aðalefni þingsins er „Íslenska í skólum“. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp og fulltrúar allra skólastiga halda erindi.

Dagskráin hófst kl. 11 á ávarpi Guðrúnar Kvaran, prófessors og formanns Íslenskrar málnefndar, sem greindi frá ályktun nefndarinnar.

Menntamálaráðherra flutti síðan ávarp sem bar yfirskriftina „Út í heim á íslenskum skóm“.

Þrúður Hjelm, Einar Sigurðsson, forstjóri MS, Bragi Halldórsson og Jón Torfi Jónasson, flytja einnig erindi. 

Þá verða veittar viðurkenningar Íslenskrar málnefndar.

Fundarstjórn er í höndum Sigurðar Konráðssonar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert