Vigdís sér eftir því að hafa ekki hætt 1992

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir mbl.is/RAX

Vigdís Finnbogadóttir ætlaði sér að hætta sem forseti Íslands árið 1992. Þetta kemur fram í ævisögu Vigdísar, sem kemur út eftir helgi.

Þar kemur einnig fram að Vigdís sér eftir því að hafa ekki hætt á þeim tíma eins og hún hafði alltaf ætlað sér.

„Það var lagt mjög hart að henni að halda áfram og hún ákvað að verða við þeim óskum þvert gegn eigin sannfæringu,“ segir höfundur bókarinnar, Páll Valsson, í viðtali við Lesbók Sunnudagsmogga. „Síðasta kjörtímabilið varð henni líka nokkuð erfitt og reyndi mikið á hana.“

Sjá nánar viðtal við Pál Valsson, höfund ævisögu Vigdísar, í Lesbók Morgmblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert