Hægt að sækja um að hluti tekna fari í lægra skattþrep

mbl.is/Heiðar

Í tillögum ríkisstjórnarinnar um þriggja þrepa tekjuskattskerfi er miðað við að 33% tekjuskattur verði lagður á tekjur yfir 650 þúsund krónur.  Einnig er gert ráð fyrir 24,1% skattþrepi á tekjur undir 200 þúsund krónur á mánuði og 27% skattþrepi á tekjur frá 200 til 650 þúsund kr.

Fram kom á blaðamannafundi oddvita stjórnarflokkanna í dag, að í þeim tilfellum sem þar sem ein fyrirvinna fjölskyldu hefur yfir 650 þúsund króna tekjur sé möguleiki á að sækja um að færa hluta tekna í lægra skattþrep.

Að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, hafa þessar hugmyndir hins vegar ekki verið útfærðar enn.

Gert er ráð fyrir að skattleysismörk hækki úr um 113 þúsund krónum í tæpar 119 þúsund krónur á mánuði miðað við þær álagningarprósentur sem nú eru til skoðunar.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert