Fá ekki að heita Emmanuel og Milica

Mannanafnanefnd hefur hafnað því að taka karlmannsnöfnin Emmanuel og Bastian á mannanafnaskrá en nöfnin Emmanúel og Bastían eru hins vegar samþykkt. Þá hefur nefndin meðal annars hafnað kvenmannsnöfnunum Aishu og Milicu.

Fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá því í byrjun nóvember, að engin kona á Íslandi heiti Milica og nafnið hafi því ekki unnið sér hefð í íslensku. Það sama gildi um nafnið Aishu þótt tvær konur hér á landi heiti því nafni. Nefndin hafnaði einnig nöfnunum Zítu og Leah en samþykkti nöfnin Árvöku og Amilíu.

Nefndin samþykkti nöfnin Edilon, sem er karlmannsnafn og Elvi, sem er kvenmannsnafn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert