Lúðvík í baráttusætið í janúar

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ásamt flokksbróður sínum Gunnari Svavarssyni …
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ásamt flokksbróður sínum Gunnari Svavarssyni bæjarfulltrúa. Ásdís Ásgeirsdóttir

Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta árs, verður haldið 30. janúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á félagsfundi í Hafnarfirði í kvöld.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lýsti því yfir á fundinum að hann myndi bjóða sig fram í baráttusætið, eða sjötta sætið. Sex bæjarfulltrúum þarf að ná til að hafa meirihluta, en frá síðustu kosningum hefur Samfylkingin haft sjö fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og Vinstri græn haft einn.

„Ég ætla að leggja allt að veði í þessari kosningu. Við höfum unnið síðustu tvær kosningar með glæsibrag," segir Lúðvík í samtali við mbl.is og bætir því við að hann vilji að Samfylkingin haldi uppteknum hætti.

Lúðvík vill verða bæjarstjóraefni flokksins og leggja árangur síns meirihluta í dóm kjósenda þannig að hann haldi annað hvort bæjarstjórastólnum eða láti af setu í bæjarstjórn. Fleiri tilkynntu ekki um framboð sitt strax í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert