Ekki rætt um ummæli Jóhönnu

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þess efnis að hindrunum verði rutt úr vegi Suðvesturlínu voru ekki rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun. Umhverfisráðherra hefur enn engar skýringar fengið á ummælunum.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund að málið hefði ekki verið á dagskrá og ekki skýrt sérstaklega. "Það hefur ekki verið á dagskrá í okkar samskiptum." Að öðru leyti sagði hún Suðvesturlínur vera í sínu ferli og sjá verður til hvernig því máli vindur fram. Kærufrestur stendur enn yfir.

Að öðru leyti vildi Svandís ekki tjá sig um málið og vísaði því alfarið til Jóhönnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert