Var sendur á ófæran fjallveg

Ökumaður fólksbíls, sem var á leið úr Borgarfirði til Sauðárkróks á sunnudag, lenti í ógöngum þegar hann treysti um of á GPS staðsetningartækið í bíl sínum.

Sagt er frá þessu á vef Skessuhorns í dag. Þar kemur fram, GPS tækið gaf ökumanninum upp stystu leið á Sauðárkrók. Ökumaður fylgdi leiðbeiningunum og  ók sem leið lá upp í Þverárhlíð í Borgarfirði og þaðan norður Grjótháls sem Vegagerðin hefur nú afsalað sér forræði yfir.

Skessuhorn segir, að á leiðinni yfir hinn munaðarlausa Grjóthálsveg niður í Norðurárdal hafi för mannsins lokið en veguruinn var mjög grýttur og urðu skemmdir á bílnum.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert