Össur sáttur við töf í Brussel

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Ekki er lengur talið líklegt að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nái að leggja mat sitt á aðildarumsókn Íslands í desember, fyrir leiðtogafund sambandsins í sama mánuði og hugsanlegt að það verði ekki fyrr en í mars.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem á sínum tíma gerði sér vonir um að framkvæmdastjórnin afgreiddi málið í desember, segir það hafa tafið fyrir málunum að verið sé að skipta út miklum hluta framkvæmdastjórnarinnar.

„Seinkunin skiptir ekki miklu máli og satt að segja finnst mér þetta vera betra í stöðunni,“ segir Össur. „Í hreinskilni sagt hefur Icesave-málið tengst umræðunni með þeim hætti að andstæðingar aðildar hafa notað það sem barefli á umsóknina og ég tel að það sé æskilegt, áður en næsta skref er tekið, að Icesave sé frá. Eins og staðan er tel ég að þetta verði bara betra fyrir framgang málsins en það verður auðvitað að koma í ljós.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert