Spyr um kostnað vegna erlendra sérfræðinga

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur sent fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um kostnað vegna starfa erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum.

Spurningar Eyglóar eru eftirfarandi:


    1.      Hver var heildarkostnaðurinn, sundurliðað eftir mánuðum, við störf Sveins Haralds Öygards, sem var settur Seðlabankastjóri fyrr á árinu, þ.m.t. laun, ferðir, þýðingar og túlkaþjónustu, og hver bar kostnaðinn?
    2.      Hver er heildarkostnaður, sundurliðað eftir mánuðum, við setu Anne Sibert í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, þ.m.t. laun, ferðir, þýðingar og túlkaþjónustu, og hver ber kostnaðinn?
    3.      Hver er heildarkostnaður, sundurliðað eftir mánuðum, við setu Daniels Gros í bankaráði Seðlabanka Íslands, þ.m.t. laun, ferðir, þýðingar og túlkaþjónustu, og hver ber kostnaðinn?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert