319 milljóna kostnaður við skilanefndir

Verktakakostnaður Fjármálaeftirlitsins vegna skilanefnda Kaupþings, Glitnis og Landsbankans er á tímabilinu október 2008 til og með apríl 2009 samtals 318,9 milljónir króna. Um er að ræða greiðslur samkvæmt verksamningum sem Fjármálaráðuneytið gerði við skilanefndirnar. Fjárhæðirnar eru án virðisaukaskatts þar sem stofnunin fékk hann endurgreiddan. 

Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Annar kostnaður af störfum skilanefnda er á vegum bankanna sjálfra og færist sem hluti af rekstrarkostnaði þeirra. 

Af milljónunum 319 var hlutur Glitnis tæplega 94 milljónir, Landsbankans tæplega 117 milljónir og Kaupþings rúmlega 108 milljónir. Lýst hefur verið kröfum í bú gömlu bankanna vegna þessa kostnaðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert