Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka

Ásmundur Einar Daðason var kjörinn formaður Heimssýnar nýlega.
Ásmundur Einar Daðason var kjörinn formaður Heimssýnar nýlega.

Á stjórnarfundi Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Ísland að Evrópusambandinu til baka.

Í ályktuninni segir, að ljóst sé að umtalsverður meirihluti þjóðarinnar sé andvígur inngöngu í ESB og vafasamt sé að meirihluti sé fyrir aðild á Alþingi. Þá sé samningsstaða Íslands  afleit og bent hafi verið á að umsókn nú við ríkjandi aðstæður sé skaðleg hagsmunum Íslands.

Ekki var haft samráð við þjóðina um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Heimssýn harmar að sá möguleiki að spyrja hana álits skuli ekki hafa verið nýttur og minnir á að það ferli sem nú er hafið er aðlögunarferli með það að markmiði að aðlaga íslenskt þjóðfélag enn frekar að reglum og stöðlum Evrópusambandsins. Rangt er að aðeins sé um einfaldar og hefðbundnar samningaviðræður að ræða og gerð krafa um að þeim verði tafarlaust slitið," segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert