Neyðarbauja í Reykjavíkurhöfn

Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn mbl.is/Árni Sæberg

Merki frá neyðarbauju fóru að berast í morgun frá Íslandi. Fljótlega kom í ljós að merkið barst frá Reykjavíkurhöfn. Að sögn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var talsverður mannskapur kallaður út til að finna baujuna áður en neyðarsendingin ónáðaði alla heimsbyggðina.

Í ljós kom að neyðarbaujan tilheyrði grænlenska togaranum Qavak sem nú liggur við Ægisgarð. Baujan fannst loks undir bryggju. Líklega hefur hún losnað í rokinu síðastliðna nótt og fokið í sjóinn.

Fenginn var maður með neðansjávarmyndavél til að leita að baujunni. Skipstjóra togarans tókst svo að krækja í baujuna þar sem hún var undir bryggjunni og þá var loks hægt að slökkva á henni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert