Brotist inn í tvo skóla

Brotist var inn í tvo skóla í höfuðborginni í nótt.
Brotist var inn í tvo skóla í höfuðborginni í nótt. mbl.is/Júlíus

Fjórir ungir karlmenn, fæddir á árunum frá 1988 til 1991, voru handteknir um miðnætti vegna innbrots í Háteigsskóla. Einn var handtekinn inni í skólanum og þrír í bíl fyrir utan. Þýfi úr skólanum, skjávarpi, fannst í bílnum. Mennirnir eru í haldi lögreglu.

Einnig var tilkynnt um innbrot í Laugarnnesskóla um tvöleytið í nótt. Þar höfðu verið spenntir upp tveir gluggar og stolið tölvu. Innbrotin verða rannsökuð áfram.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um ölvunarakstur í nótt og þann fjórða nú í morgunsárið, ungan karlmann. Sá hafði ekið bíl sínu á staur og flúði af vettvangi á tveimur jafnfljótum. Lögreglan leitaði að honum og fannst hann töluvert ölvaður. 

Í fangageymslu lögreglu höfuðborgarsvæðisins voru 7-8 manns í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert