Ljóslaus rúta á ferð

Við Vík í Mýrdal.
Við Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas

Rúta var stöðvuð í Vík í Mýrdal aðfaranótt laugardags þar sem henni var ekið án ljósa en bilun var í rafkerfi bílsins. Ökumaður rútunnar gisti á hóteli um nóttina en að sögn lögreglu lagði hann af  stað í austurátt snemma um morguninn, að því er virðist án þess að laga ljósabúnaðinn áður.

Austan við Höfðabrekku, skammt frá Vík, var rútunni síðan ekið á tvö umferðarskilti, sem eru á varnargarðinum. Hann hélt hins vegar áram för sinni án þess að tilkynna um atvikið en bæði skiltin voru mikið skemmd.   

Smá brot úr framenda rútunar fannst á vettvangi. Var lögreglan á Austurlandi fengin til kanna málið og reyndist brotið passa við áverka á rútunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert